- Frábær leið til að hita brjóstamjólkina: Veitir örugga og jafna hitun fyrir Nanobébé Brjóstamjólkurpelann og geymslupokana. Einstök hönnun sem tryggir gæði brjóstamjólkurinnar.
-
Fylgjum læknisfræðilegum leiðbeiningum og hæstu gæðastöðlum: Best er að hita brjóstamjólk í heitu vatnsbaði en ekki með raftækjum til að koma í veg fyrir að mjólkin ofhitni og missi mikilvæg næringarefni.
- Án rafmagns: Brjóstamjólkurvermirinn er þægilegur og einfaldur í notkun. Kjörinn til að taka með í ferðalög.
- Tilvalinn fyrir Brjóstamjólkurpelann okkar: Brjóstamjólkurpelinn er frábær fyrir mæður sem mjólka sig. Pelinn nær jöfnu og öruggu hitastigi 2x hraðar en aðrir pelar.
- Öruggur fyrir barnið: Án BPA og Phthalate.
Rannsóknir hafa sýnt að brjóstamjólk innihaldi mikilvæga varnarþætti ásamt því að stuðla að vexti og þroska nýbura. Til að koma í veg fyrir ofhitnun og að mikilvæg næringarefni glatist skiptir miklu máli að hún sé hituð rétt. Einstök lögun brjóstamjólkurvermisins kemur einnig í veg fyrir að loftbólur myndist undir brjóstamjólkurpelanum sem hægt getur á hitun mjólkurinnar.
Athugið: Ef þú ert að nota Sílikonpelann okkar mælum við með því að hita þurrmjólkina eða brjóstamjólkina áður en þú setur hana í pelann frekar en að hita í brjóstamjólkurverminum þar sem sílíkon er hitaþolið efni og er hann ekki hannaður til þess að nota með brjóstamjólkurvermirnum.